Eldfjall

Búseti

Traust félag sem byggir á kjarnahæfni starfsfólks og góðum stjórnarháttum

Þetta er Búseti

Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd sem býður einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir með áherslu á langtímahugsun og húsnæðisöryggi. Sjálfbærni er samofin menningu og starfsemi Búseta. Félagið eru í eigu allra félagsmanna og jafnan opið öllum óháð aldri og búsetu. Félagið á 1230 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og þá eru meðtaldar þær 89 íbúðir sem voru í framkvæmd í árslok 2022. Innan samstæðu Búseta er að finna Leigufélag Búseta sem leggur áherslu á að hlúa vel að leigjendum.

Sala búseturétta og útleiga leiguíbúða

Eftir fjörug ár hægði á framboði endursöluíbúða og íbúða í nýbyggingum árið 2022. Að meðaltali fluttu 11 íbúar á mánuði inn í íbúð hjá Búseta og Leigufélagi Búseta, en voru 19 að meðaltalið árið 2021.

Starfsfólk

Hjá Búseta starfar átján manna samheldinn og skapandi hópur þar sem kynjaskipting er jöfn. Markmið Búseta er að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks Búseta gerir vinnustaðinn skemmtilegan og lagt er upp úr að hlúa vel að starfsfólki. Starfsfólk Búseta er í góðu samstarfi við allmarga trausta verktaka sem starfa í þágu félagsins.

Stjórn

Stjórn og framkvæmdastjóri Búseta leggja áherslu á góða stjórnarhætti en þannig er lagður grunnur að ábyrgri stjórnun og ákvarðanatöku. Með því að smella á eftirfarandi tengil má lesa starfsreglur stjórnar

Aðalstjórn
Jón Ögmundsson, formaður
Finnur Sigurðsson
Helga Egla Björnsdóttir
Erna Borgný Einarsdóttir
Valur Þórarinsson

Varamenn stjórnar
Hildur Mósesdóttir
Gunnlaugur Magnússon

Endurskoðandi
Hólmgrímur Bjarnason
, löggiltur endurskoðandi Deloitte ehf.